Lífsgæði og afkoma – hin stóru verkefni ársins! Drífa Snædal skrifar 8. janúar 2021 15:00 Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun