Eigandi Sporthússins segir reksturinn ekki standa undir sér: „Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:26 Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum þann 13. janúar. VÍSIR Eigandi Sporthússins segir rýmkun á sóttvarnareglum hjálpa við að lágmarka tjónið sem líkamsræktarstöðvar hafa orðið fyrir. Reksturinn standi þó ekki undir sér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20