Liðið hafði unnið Wigan og Peterborough áður en þeir mættu Derby um helgina. 2-0 vann Chorley gegn Derby um helgina en Derby stillti upp hálfgerðu varaliði vegna kórónuveirusmita.
Chorley hefur gert það að vana sínum að syngja lagið Someone Like You eftir Adele og að sjálfsögðu var það tekið í klefanum eftir leikinn gegn Derby.
Here we go, then - @Adele 🙌 pic.twitter.com/jPhuIvu6dZ
— Chorley FC (@chorleyfc) January 9, 2021
Adele svaraði sjálf tístinu með hjarta og hefur það fengið yfir tvö þúsund endurtíst og um fimmtán þúsund „læk.“
Þetta vakti þó ekki mikla forráðamanna enska bikarsins þar sem liðin voru beðin um að gæta að sóttvörnum um helgina. Þess ku ekki hafi verið gætt í klefanum.