Við segjum áskrifendum fréttir Þórir Guðmundsson skrifar 18. janúar 2021 08:39 Við sem vinnum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar viljum augljóslega að fréttirnar sem við flytjum birtist sem flestum. Og reyndar munu fréttirnar okkar áfram birtast á Vísi. En þeir sem vilja sjá kvöldfréttir Stöðvar 2 í heild sinni geta bara gert það með því að kaupa áskrift að Stöð 2. Það að fréttamiðill á Íslandi, sem hefur rekið sig með auglýsingum í rúmlega 34 ár, skuli nú ætla að reiða sig á áskrifendur ætti ekki að koma á óvart. Það er í takt við alþjóðlega þróun. Þannig hafa dagblöð, sem byrjuðu á að þreifa fyrir sér með opnum vefsíðum í upphafi netaldar, í auknum mæli verið að taka sér stöðu á bak við harðan áskriftarvegg. Áskrift hefur reynst vel Það hefur, satt að segja, reynst ákaflega vel þeim sem hafa upp á áhugavert efni að bjóða. Í Bandaríkjunum hafa stórblöð eins og New York Times og Washington Post gengið í endurnýjun lífdaga með því að selja aðgang að sínum fréttum á vefnum. Aðgangur margra að sjónvarpsfréttum er í gegnum myndlykla þar sem áskriftargjaldið fer í að borga fyrir margvíslegt framboð af sjónvarpsefni, þar á meðal fréttum. Þetta er auðvitað það sem Stöð 2 er að gera núna, það er að bæta fréttum, íþróttum og dægurmálaumfjöllun í pottinn sem fólk kaupir aðgang að. Kannanir undirstrika að neytendur eru almennt reiðubúnir til að greiða fyrir fréttir. Þessi þróun hefur orðið aðallega vegna þess að á nokkrum árum hafa risið upp ógnarstórar auglýsingamaskínur í formi netfyrirtækja sem blóðmjólka notendur sína af persónuupplýsingum, sem þau selja síðan áfram til auglýsenda. Fyrir netrisana ert þú varningurinn Fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því hvað það dælir miklum upplýsingum um sjálft sig í miðla eins og Google, Facebook, Twitter og Youtube. En það er engin tilviljun að ef þú leitar að uppskrift að eldunaraðferð á kalkúni fyrir jólin þá rignir yfir þig auglýsingum frá alls kyns verslunum og þjónustuaðilum, innlendum og erlendum, sem gætu hugsað sér að selja þér eitthvað sem tengist matarundirbúningi. Ætlirðu að fá þér brauðrist og leitar að henni á Google þá er nokkuð víst að auglýsendur á netinu muni bjóða þér upp á eldhúsáhöld næstu daga. Fyrirtæki, stofnanir og hagsmunaaðilar sem vilja ná til þín í gegnum Facebook geta sent auglýsingar á ótrúlega nákvæma markhópa, meðal annars eftir kyni, kynvitund, menntun, tekjum, áhugamálum, fjölskyldusamsetningu, hjúskaparstöðu, stjórnmálaskoðunum og hvort þú eigir afmæli, farir í líkamsrækt, stundir jóga eða akir á Yaris. Þannig benti Carole Cadwalladr, fréttamaður hjá Guardian sem kom upp um Cambridge Analytica hneykslið í nýlegu hlaðvarpsviðtali: Facebook veit ef þú, Bob, ert að fara á mikilvægt stefnumót á föstudaginn og ert taugaóstyrkur, uppburðarlítill og finnist þú alveg ómögulegur. Þá getur Facebook selt Amazon þær upplýsingar og næst þegar þú ferð á netið færðu auglýsingu um glæsilegan svartan jakka sem myndi styrkja sjálfstraustið og henta alveg einstaklega vel fyrir stefnumót – og er jafnvel á afslætti einmitt núna. Venjulegir fréttamiðlar – og þá alveg sérstaklega ljósvakamiðlar – eiga ekki roð í auglýsingamiðla sem vita meira um sína notendur en notendurnir sjálfir. Og geta selt auglýsendum þær upplýsingar. Þess vegna hafa netrisarnir nánast ryksugað stafrænan auglýsingamarkað um allan heim. Google eitt og sér fær um þriðjung af stafrænum auglýsingatekjum á heimsvísu. Hefðbundnir miðlar komast næst markhópagreiningu með því að auglýsendur eru kannski líklegri til að vilja auglýsa ódýrar borvélar í Gulli byggir heldur en í Matarboði Evu. Þrjár tekjuleiðir fjölmiðla Gerum okkur líka grein fyrir því að það er grundvallarmunur á netrisunum og fjölmiðlum. Google býr ekki til neitt efni, skrifar engar fréttir. Google vill fá þig til sín, vill fá að vita allt um þig, og selja þær upplýsingar hæstbjóðanda. Google vill gjarnan fá þig til að lesa fréttir hjá sér ef það getur selt auglýsendum upplýsingar um að þú hafir áhuga á fréttum af þeirri gerð sem þú velur að lesa. Hefðbundnir miðlar einbeita sér hins vegar að því að búa til efni og bera það á borð fyrir almenning. Trúnaðarsamband þeirra er við fólkið sem les, hlustar og horfir. Trúnaðartraustið þarf að vera algert því fólk les ekki skrif á fréttamiðlum sem það treystir ekki og það horfir ekki á sjónvarpfréttir ef það grunar að aðrar hvatir liggi að baki hjá fréttamönnunum en að segja heiðarlega frá. Það er hægt að afla tekna til að mæta kostnaði við fréttaþjónustu með þrennum hætti; auglýsingum, áskrift og skattlagningu. Víðast hvar er það gert með einhverri blöndu af þessu. Ég hóf störf í blaðamennsku á Vísi, þegar hann var dagblað, og þá voru það tekjur af áskrift, lausasölu og auglýsingum sem borguðu brúsann. Á Norðurlöndunum er mikil og litrík flóra tekjumódela fjölmiðla sem einmitt eru blanda af þessu öllu, sumsé áskrift, auglýsingum og stuðningi hins opinbera. Séríslenska módelið, þar sem ríkisútvarp nýtur skylduáskriftar og fær líka að gnæfa yfir auglýsingamarkaði í ljósvaka, þætti þar heldur undarlegt. Annars staðar í Evrópu og víða um heim eru fréttir í sjónvarpi fjármagnaðar með auglýsingum en einnig seldar í áskrift í gegnum myndlykla. Trúnaðarsambandið er við almenning Fyrir fréttamenn undirstrikar áskriftin þetta trúnaðarsamband við notandann, almenning. Þegar kemur að kvöldfréttum Stöðvar 2 þá minnir það okkur á að við eigum allt okkar undir því að áhorfandinn beri fullt traust til okkar og velji að horfa okkur. Það er traust sem tekur langan tíma að byggja upp – rúm 34 ár í okkar tilfelli – en er hægt að tapa á andartaki. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru staðráðnir í því að viðhalda þessum trúnaði við almenning á öllum þeim miðlum sem við þjónum. Í stefnu fréttastofu kemur fram hver metnaður okkar er: Það er að vera fyrsti kostur í fréttum, vera samhæfð í okkar störfum, vandvirk og í nálægð við fólk. Undirstaðan er traust en okkur finnst líka allt í lagi að vera skemmtileg; við hræðumst það ekki. Breytingin sem verður í kvöld er þrátt fyrir allt ekki svo dramatísk. Við ætlum áfram að segja fréttir og þegar við bjóðum áhorfendum gott kvöld í upphafi kvöldfrétta þá vitum við að áhorfendur hafa veðjað á okkur og treysta okkur til að segja frá viðburðum dagsins, vera heiðarleg og kannski hafa svolítið gaman af lífinu í leiðinni. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Auglýsinga- og markaðsmál Þórir Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við sem vinnum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar viljum augljóslega að fréttirnar sem við flytjum birtist sem flestum. Og reyndar munu fréttirnar okkar áfram birtast á Vísi. En þeir sem vilja sjá kvöldfréttir Stöðvar 2 í heild sinni geta bara gert það með því að kaupa áskrift að Stöð 2. Það að fréttamiðill á Íslandi, sem hefur rekið sig með auglýsingum í rúmlega 34 ár, skuli nú ætla að reiða sig á áskrifendur ætti ekki að koma á óvart. Það er í takt við alþjóðlega þróun. Þannig hafa dagblöð, sem byrjuðu á að þreifa fyrir sér með opnum vefsíðum í upphafi netaldar, í auknum mæli verið að taka sér stöðu á bak við harðan áskriftarvegg. Áskrift hefur reynst vel Það hefur, satt að segja, reynst ákaflega vel þeim sem hafa upp á áhugavert efni að bjóða. Í Bandaríkjunum hafa stórblöð eins og New York Times og Washington Post gengið í endurnýjun lífdaga með því að selja aðgang að sínum fréttum á vefnum. Aðgangur margra að sjónvarpsfréttum er í gegnum myndlykla þar sem áskriftargjaldið fer í að borga fyrir margvíslegt framboð af sjónvarpsefni, þar á meðal fréttum. Þetta er auðvitað það sem Stöð 2 er að gera núna, það er að bæta fréttum, íþróttum og dægurmálaumfjöllun í pottinn sem fólk kaupir aðgang að. Kannanir undirstrika að neytendur eru almennt reiðubúnir til að greiða fyrir fréttir. Þessi þróun hefur orðið aðallega vegna þess að á nokkrum árum hafa risið upp ógnarstórar auglýsingamaskínur í formi netfyrirtækja sem blóðmjólka notendur sína af persónuupplýsingum, sem þau selja síðan áfram til auglýsenda. Fyrir netrisana ert þú varningurinn Fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því hvað það dælir miklum upplýsingum um sjálft sig í miðla eins og Google, Facebook, Twitter og Youtube. En það er engin tilviljun að ef þú leitar að uppskrift að eldunaraðferð á kalkúni fyrir jólin þá rignir yfir þig auglýsingum frá alls kyns verslunum og þjónustuaðilum, innlendum og erlendum, sem gætu hugsað sér að selja þér eitthvað sem tengist matarundirbúningi. Ætlirðu að fá þér brauðrist og leitar að henni á Google þá er nokkuð víst að auglýsendur á netinu muni bjóða þér upp á eldhúsáhöld næstu daga. Fyrirtæki, stofnanir og hagsmunaaðilar sem vilja ná til þín í gegnum Facebook geta sent auglýsingar á ótrúlega nákvæma markhópa, meðal annars eftir kyni, kynvitund, menntun, tekjum, áhugamálum, fjölskyldusamsetningu, hjúskaparstöðu, stjórnmálaskoðunum og hvort þú eigir afmæli, farir í líkamsrækt, stundir jóga eða akir á Yaris. Þannig benti Carole Cadwalladr, fréttamaður hjá Guardian sem kom upp um Cambridge Analytica hneykslið í nýlegu hlaðvarpsviðtali: Facebook veit ef þú, Bob, ert að fara á mikilvægt stefnumót á föstudaginn og ert taugaóstyrkur, uppburðarlítill og finnist þú alveg ómögulegur. Þá getur Facebook selt Amazon þær upplýsingar og næst þegar þú ferð á netið færðu auglýsingu um glæsilegan svartan jakka sem myndi styrkja sjálfstraustið og henta alveg einstaklega vel fyrir stefnumót – og er jafnvel á afslætti einmitt núna. Venjulegir fréttamiðlar – og þá alveg sérstaklega ljósvakamiðlar – eiga ekki roð í auglýsingamiðla sem vita meira um sína notendur en notendurnir sjálfir. Og geta selt auglýsendum þær upplýsingar. Þess vegna hafa netrisarnir nánast ryksugað stafrænan auglýsingamarkað um allan heim. Google eitt og sér fær um þriðjung af stafrænum auglýsingatekjum á heimsvísu. Hefðbundnir miðlar komast næst markhópagreiningu með því að auglýsendur eru kannski líklegri til að vilja auglýsa ódýrar borvélar í Gulli byggir heldur en í Matarboði Evu. Þrjár tekjuleiðir fjölmiðla Gerum okkur líka grein fyrir því að það er grundvallarmunur á netrisunum og fjölmiðlum. Google býr ekki til neitt efni, skrifar engar fréttir. Google vill fá þig til sín, vill fá að vita allt um þig, og selja þær upplýsingar hæstbjóðanda. Google vill gjarnan fá þig til að lesa fréttir hjá sér ef það getur selt auglýsendum upplýsingar um að þú hafir áhuga á fréttum af þeirri gerð sem þú velur að lesa. Hefðbundnir miðlar einbeita sér hins vegar að því að búa til efni og bera það á borð fyrir almenning. Trúnaðarsamband þeirra er við fólkið sem les, hlustar og horfir. Trúnaðartraustið þarf að vera algert því fólk les ekki skrif á fréttamiðlum sem það treystir ekki og það horfir ekki á sjónvarpfréttir ef það grunar að aðrar hvatir liggi að baki hjá fréttamönnunum en að segja heiðarlega frá. Það er hægt að afla tekna til að mæta kostnaði við fréttaþjónustu með þrennum hætti; auglýsingum, áskrift og skattlagningu. Víðast hvar er það gert með einhverri blöndu af þessu. Ég hóf störf í blaðamennsku á Vísi, þegar hann var dagblað, og þá voru það tekjur af áskrift, lausasölu og auglýsingum sem borguðu brúsann. Á Norðurlöndunum er mikil og litrík flóra tekjumódela fjölmiðla sem einmitt eru blanda af þessu öllu, sumsé áskrift, auglýsingum og stuðningi hins opinbera. Séríslenska módelið, þar sem ríkisútvarp nýtur skylduáskriftar og fær líka að gnæfa yfir auglýsingamarkaði í ljósvaka, þætti þar heldur undarlegt. Annars staðar í Evrópu og víða um heim eru fréttir í sjónvarpi fjármagnaðar með auglýsingum en einnig seldar í áskrift í gegnum myndlykla. Trúnaðarsambandið er við almenning Fyrir fréttamenn undirstrikar áskriftin þetta trúnaðarsamband við notandann, almenning. Þegar kemur að kvöldfréttum Stöðvar 2 þá minnir það okkur á að við eigum allt okkar undir því að áhorfandinn beri fullt traust til okkar og velji að horfa okkur. Það er traust sem tekur langan tíma að byggja upp – rúm 34 ár í okkar tilfelli – en er hægt að tapa á andartaki. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru staðráðnir í því að viðhalda þessum trúnaði við almenning á öllum þeim miðlum sem við þjónum. Í stefnu fréttastofu kemur fram hver metnaður okkar er: Það er að vera fyrsti kostur í fréttum, vera samhæfð í okkar störfum, vandvirk og í nálægð við fólk. Undirstaðan er traust en okkur finnst líka allt í lagi að vera skemmtileg; við hræðumst það ekki. Breytingin sem verður í kvöld er þrátt fyrir allt ekki svo dramatísk. Við ætlum áfram að segja fréttir og þegar við bjóðum áhorfendum gott kvöld í upphafi kvöldfrétta þá vitum við að áhorfendur hafa veðjað á okkur og treysta okkur til að segja frá viðburðum dagsins, vera heiðarleg og kannski hafa svolítið gaman af lífinu í leiðinni. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun