Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 12:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. „Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
„Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira