Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 12:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. „Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
„Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent