Segir að leikmenn Vals séu einfaldlega ekki tilbúnir andlega þegar flautað er til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 20:30 Valsmenn voru svekktir með sjálfa sig um helgina. Dominos Körfuboltakvöld Farið var yfir vandræði Valsmanna í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson lét gamminn geisa og sagði að leikmenn Vals væru ekki andlega tilbúnir. Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10
„Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46
„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25