Segir að leikmenn Vals séu einfaldlega ekki tilbúnir andlega þegar flautað er til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 20:30 Valsmenn voru svekktir með sjálfa sig um helgina. Dominos Körfuboltakvöld Farið var yfir vandræði Valsmanna í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson lét gamminn geisa og sagði að leikmenn Vals væru ekki andlega tilbúnir. Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10
„Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46
„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25