Gunnar segir að Ponzinibbio sé drullusokkur og svindlari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 07:00 Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio fyrir bardaga þeirra í Glasgow í júlí 2017. getty/Josh Hedges Gunnar Nelson segist vera í góðu formi en hann þurfi að fara í gegnum æfingabúðir til að vera tilbúinn í næsta bardaga. Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar. MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar.
MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira