Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 21:00 Kristinn Bjarnason, 66 ára smiður, er að ljúka endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19. Vísir/Arnar Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira