Skerðingalaust ár Drífa Snædal skrifar 29. janúar 2021 16:39 Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar