Miðgarðsormur og lýðræðið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin. Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“? Sú spurning er af sama meiði og spurningin „hvers vegna Miðhálendisþjóðgarð ?“. Rökin sem notast er við þar eru t.d. „náttúruvernd, komandi kynslóðir og óreiða“. Ef við tölum um óreiðu út frá stjórnsýslustigi sveitarfélaga, sem enginn hefur getað bent á hver sé nákvæmlega, svo það réttlæti slíka yfirtöku á landsvæðum þeirra, þá skulum við taka okkur tíma og skoða hlutina út frá jafnræði og lýðræði. Reykjavík er sameign þjóðarinnar rétt eins og landbyggðin er sameign þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er eitt af sveitarfélögum landsins. Væri þá ekki eðlilegt að ætla stjórnsýslu landsbyggðar og stjórnsýslu höfuðborgarsvæðis að vera jafn rétthá. Ef það er talið réttlætanlegt að taka allt upp í 65% lands eins sveitarfélags og breyta því í ríkisstofnun með rökum um óreiðu, náttúru- og minjavernd, þá hljóta sömu rök að gilda fyrir öll sveitarfélög óháð þéttbýlni. Og af nægu er að taka þegar kemur að rökum fyrir náttúru- og minjavernd á höfuðborgarsvæðinu. Er hin margumtalaða óreiða til staðar á höfuðborgarsvæðinu ? Væri slík staðhæfing næg ein og sér til að leggja drög að yfirtöku stórs hluta höfuðborgarinnar, með orðunum „verndun náttúru og minja fyrir komandi kynslóðir“ að leiðarljósi ? Væri það ekki frekar eðlileg krafa til stjórnvalda lýðræðis að sýna þyrfti sannanlega fram á nauðsyn slíkrar yfirtöku á landi með öðru en slagorðum og staðhæfingum ? Þyrfti stjórnvaldið þá ekki að sýna fram á að allt annað hafi verið reynt til þrautar án árangurs, eins og t.d. samvinna ? En það er einmitt það form sem nú þegar er í gildi á þjólendum okkar. Ég er fædd og uppalinn í höfuðborginni. En ég valdi að búa fjarri borginni. Því verð ég að treysta höfuðborgarbúum til að hugsa vel um hana. Ég get haft skoðun á hlutum þar, en sætti mig við að íbúarnir haldi í taumana gegnum lýðræðið. Mér þykir vænt um höfuðborgina og ég vil geta sótt hana heim hvort sem það er til afþreyingar eða annars. Lykilorðið snýst einmitt um lýðræði og traus til þeirrar stjórnsýslu sem við kjósum okkur, hvort sem okkur líkar svo niðurstaða kosninga betur eða verr. Því nýti ég mér minn lýðræðislega taum sem mér er gefinn í mínu sveitarfélagi til að hafa áhrif til góðs þar. Því gæti ég aldrei stutt slíkt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélags eins og Alþingi leyfir sér nú í nafni stofnanavæðingar án þess að fyrir lægi: A) beiðni viðkomandi sveitarfélags um yfirtöku ríkisins á ákveðnu landi samkvæmt umboði íbúa þess. B) að sýnt hafi verið frammá með óyggjandi hætti að allt annað hafi verið reynt til hlítar sem réttlæti inngrip ríkisins. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins og má segja að Goðorðin til forna hafi markað upphaf þeirra. Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis og eru kosin til að halda utan um réttindi og hagsmuni íbúa þeirra. Að taka lýðræðislega rekið land þar sem stjórnsýsla sveitarfélaga gildir ásamt þjóðlendulögum, því breytt í ríkisstofnun þar sem gilda önnur lög og halda því svo fram að áhrif stjórnsýslu sveitarfélaga muni áfram vera við lýði v. fjölda fulltrúa þeirra sem þar munu sitja í ráðum, stenst enga skoðun sama frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þá fullyrðingu. Þarna inni er ekkert sem að mínu viti gæti komist nálægt því að kallast lýðræði. Í tillögu Umhverfisstofnunar árið 2003 um náttúruverndaráætlun 2004-2008 var gert ráð fyrir friðlýsingu lands við Öxarfjörð (mest allt land í umsjá Landgræðslu ríkisins). Heimamönnum leist ekki á enda ástand svæðisins mjög gott og því skorti rök fyrir friðlýsingunni. Rök UST voru m.a.: 1. Innfluttar og framandi tegundir, t.d. minkur og alaskalúpína, hafi raskað og ógnað lífríki svæðisins. 2. Sandfokshætta sé á svæðinu. 3. Aukin skógrækt norðan Ásbyrgis. Rökleysan í þessu máli er algjör og sýnir að ekki er nóg að bera fram fullyrðingar um nauðsysn friðunar og verndunar eins og í orðunum einum felist sönnunin. Skoðum þetta nánar til skýringar: 1. Minkur. Hvernig verndar friðun lands lífríkið frá minknum ? Ætla menn að setja niður skilti og kenna honum myndmál eða lestur svo hann haldi sig frá og angri þá lífríki annars staðar ? 2. Lúpínan. Henni var sáð af Langræðslu ríkisins á margra ára tímabili til þess að hefta það mikla sandfok sem þar geysaði og ógnaði einmitt lífríki og landi. Telst sú planta nú ógn við lífríkið á sama stað ? 3. Sandfokshætta. Ekkert sandfok er nú á svæðinu þökk sé lúpínunni og þeirri uppgræðslu sem átti sér stað á sínum tíma. Sandfok í dag er eingöngu bundið við ströndina og meðfram farvegi Jöklu og nær ekki yfirhöndinni vegna þess hve landið er vel uppgrætt. 4. Skógrækt norðan Ásbyrgis. Áður en skógrækt ríkisins hóf gróðursetningu trjáa á sandinum var sandfok töluvert vandamál í Ásbyrgi og víðar. Í dag vex þarna fallegur skógur og virkar sem mikið skjól fyrir vindi og veðrum. En þar sem þetta eru erlendar trjátegundir eru þær taldar ógn við lífríkið. Þessi gjörningur náðist ekki í gegn. Þess í stað óskaði Landgræðsla ríkisins eftir því árið 2014, að landeigendum yrði stefnt þar sem þeir gerðu nú kröfu til landsins. 2017 fengu landeigendur tilkynningu um fyrirhugaða málshöfðun. Nú í febrúar verður málið tekið fyrir í héraðsdómi í þriðja sinn, rekið af ríkissjóði Íslands fyrir fé skattgreiðenda. Með lögum skal land taka og með þeim mun hinn marghöfða Miðgarðsormur hringa sig um landið þar til hann nær í sjálfs sér skott ! Lýðræði byggist á því að völd ríkisins komi frá almenningi en ekki ríkinu sjálfu. Því tel ég það siðferðislega rangt og andstætt þeim lýðræðislegu gildum sem Alþingi og forseti Íslands eiga að vinna eftir þegar t.d. einstaklingur er skipaður í ráðherrastól án þess að hafa fengið til þess lýðræðislegt umboð almennings í gegnum kosningar og vekur upp spurningar um 15. gr. 2. kafla Stjórnarskrár Íslands sem fjallar um skipan ráðherra með forsetavaldi. Höfundur er íbúi og sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi við Öxarfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Hálendisþjóðgarður Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin. Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“? Sú spurning er af sama meiði og spurningin „hvers vegna Miðhálendisþjóðgarð ?“. Rökin sem notast er við þar eru t.d. „náttúruvernd, komandi kynslóðir og óreiða“. Ef við tölum um óreiðu út frá stjórnsýslustigi sveitarfélaga, sem enginn hefur getað bent á hver sé nákvæmlega, svo það réttlæti slíka yfirtöku á landsvæðum þeirra, þá skulum við taka okkur tíma og skoða hlutina út frá jafnræði og lýðræði. Reykjavík er sameign þjóðarinnar rétt eins og landbyggðin er sameign þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er eitt af sveitarfélögum landsins. Væri þá ekki eðlilegt að ætla stjórnsýslu landsbyggðar og stjórnsýslu höfuðborgarsvæðis að vera jafn rétthá. Ef það er talið réttlætanlegt að taka allt upp í 65% lands eins sveitarfélags og breyta því í ríkisstofnun með rökum um óreiðu, náttúru- og minjavernd, þá hljóta sömu rök að gilda fyrir öll sveitarfélög óháð þéttbýlni. Og af nægu er að taka þegar kemur að rökum fyrir náttúru- og minjavernd á höfuðborgarsvæðinu. Er hin margumtalaða óreiða til staðar á höfuðborgarsvæðinu ? Væri slík staðhæfing næg ein og sér til að leggja drög að yfirtöku stórs hluta höfuðborgarinnar, með orðunum „verndun náttúru og minja fyrir komandi kynslóðir“ að leiðarljósi ? Væri það ekki frekar eðlileg krafa til stjórnvalda lýðræðis að sýna þyrfti sannanlega fram á nauðsyn slíkrar yfirtöku á landi með öðru en slagorðum og staðhæfingum ? Þyrfti stjórnvaldið þá ekki að sýna fram á að allt annað hafi verið reynt til þrautar án árangurs, eins og t.d. samvinna ? En það er einmitt það form sem nú þegar er í gildi á þjólendum okkar. Ég er fædd og uppalinn í höfuðborginni. En ég valdi að búa fjarri borginni. Því verð ég að treysta höfuðborgarbúum til að hugsa vel um hana. Ég get haft skoðun á hlutum þar, en sætti mig við að íbúarnir haldi í taumana gegnum lýðræðið. Mér þykir vænt um höfuðborgina og ég vil geta sótt hana heim hvort sem það er til afþreyingar eða annars. Lykilorðið snýst einmitt um lýðræði og traus til þeirrar stjórnsýslu sem við kjósum okkur, hvort sem okkur líkar svo niðurstaða kosninga betur eða verr. Því nýti ég mér minn lýðræðislega taum sem mér er gefinn í mínu sveitarfélagi til að hafa áhrif til góðs þar. Því gæti ég aldrei stutt slíkt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélags eins og Alþingi leyfir sér nú í nafni stofnanavæðingar án þess að fyrir lægi: A) beiðni viðkomandi sveitarfélags um yfirtöku ríkisins á ákveðnu landi samkvæmt umboði íbúa þess. B) að sýnt hafi verið frammá með óyggjandi hætti að allt annað hafi verið reynt til hlítar sem réttlæti inngrip ríkisins. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins og má segja að Goðorðin til forna hafi markað upphaf þeirra. Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis og eru kosin til að halda utan um réttindi og hagsmuni íbúa þeirra. Að taka lýðræðislega rekið land þar sem stjórnsýsla sveitarfélaga gildir ásamt þjóðlendulögum, því breytt í ríkisstofnun þar sem gilda önnur lög og halda því svo fram að áhrif stjórnsýslu sveitarfélaga muni áfram vera við lýði v. fjölda fulltrúa þeirra sem þar munu sitja í ráðum, stenst enga skoðun sama frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þá fullyrðingu. Þarna inni er ekkert sem að mínu viti gæti komist nálægt því að kallast lýðræði. Í tillögu Umhverfisstofnunar árið 2003 um náttúruverndaráætlun 2004-2008 var gert ráð fyrir friðlýsingu lands við Öxarfjörð (mest allt land í umsjá Landgræðslu ríkisins). Heimamönnum leist ekki á enda ástand svæðisins mjög gott og því skorti rök fyrir friðlýsingunni. Rök UST voru m.a.: 1. Innfluttar og framandi tegundir, t.d. minkur og alaskalúpína, hafi raskað og ógnað lífríki svæðisins. 2. Sandfokshætta sé á svæðinu. 3. Aukin skógrækt norðan Ásbyrgis. Rökleysan í þessu máli er algjör og sýnir að ekki er nóg að bera fram fullyrðingar um nauðsysn friðunar og verndunar eins og í orðunum einum felist sönnunin. Skoðum þetta nánar til skýringar: 1. Minkur. Hvernig verndar friðun lands lífríkið frá minknum ? Ætla menn að setja niður skilti og kenna honum myndmál eða lestur svo hann haldi sig frá og angri þá lífríki annars staðar ? 2. Lúpínan. Henni var sáð af Langræðslu ríkisins á margra ára tímabili til þess að hefta það mikla sandfok sem þar geysaði og ógnaði einmitt lífríki og landi. Telst sú planta nú ógn við lífríkið á sama stað ? 3. Sandfokshætta. Ekkert sandfok er nú á svæðinu þökk sé lúpínunni og þeirri uppgræðslu sem átti sér stað á sínum tíma. Sandfok í dag er eingöngu bundið við ströndina og meðfram farvegi Jöklu og nær ekki yfirhöndinni vegna þess hve landið er vel uppgrætt. 4. Skógrækt norðan Ásbyrgis. Áður en skógrækt ríkisins hóf gróðursetningu trjáa á sandinum var sandfok töluvert vandamál í Ásbyrgi og víðar. Í dag vex þarna fallegur skógur og virkar sem mikið skjól fyrir vindi og veðrum. En þar sem þetta eru erlendar trjátegundir eru þær taldar ógn við lífríkið. Þessi gjörningur náðist ekki í gegn. Þess í stað óskaði Landgræðsla ríkisins eftir því árið 2014, að landeigendum yrði stefnt þar sem þeir gerðu nú kröfu til landsins. 2017 fengu landeigendur tilkynningu um fyrirhugaða málshöfðun. Nú í febrúar verður málið tekið fyrir í héraðsdómi í þriðja sinn, rekið af ríkissjóði Íslands fyrir fé skattgreiðenda. Með lögum skal land taka og með þeim mun hinn marghöfða Miðgarðsormur hringa sig um landið þar til hann nær í sjálfs sér skott ! Lýðræði byggist á því að völd ríkisins komi frá almenningi en ekki ríkinu sjálfu. Því tel ég það siðferðislega rangt og andstætt þeim lýðræðislegu gildum sem Alþingi og forseti Íslands eiga að vinna eftir þegar t.d. einstaklingur er skipaður í ráðherrastól án þess að hafa fengið til þess lýðræðislegt umboð almennings í gegnum kosningar og vekur upp spurningar um 15. gr. 2. kafla Stjórnarskrár Íslands sem fjallar um skipan ráðherra með forsetavaldi. Höfundur er íbúi og sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi við Öxarfjörð
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun