Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 21:54 Stjarnan - Grindavík körfubolti vetur 2020 Foto: Elín Björg Guðmundsdóttir Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu í upphafi með 3-5 stigum. Leikurinn var hraður eins og oftast þegar Stjarnan spilar og heimamenn héldu vel í við þá í fyrsta leikhlutanum. Kristinn Pálsson fór á kostum og skoraði 15 stig og Grindvíkingar leiddu 30-22 að leikhlutanum loknum. Stjörnumönnum óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þeir róteruðu liðinu mikið og Arnþór Freyr Guðmundsson og Alexander Lindqvist settu niður góða þrista. Sá sænski endaði einmitt fyrri hálfleikinn með einum slíkum og sá til þess að Stjarnan leiddi 50-47 í leikhléi. Í þriðja leikhluta virtust Stjörnumenn síðan ætla að sigla sigrinum heim. Þeir náðu mest 13 stiga forystu og sóknarleikur þeirra rúllaði vel. Grindvíkingar gáfust hins vegar ekki upp. Í lokafjórðungnum söxuðu þeir smátt og smátt á forskot gestanna og komust yfir í stöðunni 88-87 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Stjörnumenn reyndu töluvert af þriggja stiga skotum sem rötuðu ekki rétta leið á meðan Grindvíkingar leituðu inn í teiginn, sérstaklega keyrðu þeir á Mirza Sarajlija sem var í vandræðum þegar Ólafur Ólafsson stillti sér upp á móti honum. Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn og fögnuðu vel þegar flautan gall, lokatölur 93-89. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar héldu haus allan tímann og það var augljóst að Daníel þjálfari hafði rætt þann hluta leiksins vel við sína menn fyrir þennan leik. Í fjarveru Dags Kár Jónssonar tók Kristinn Pálsson við leikstjórninni og gerði það af stakri prýði. Þegar á reyndi hikstaði sóknarleikur Stjörnunnar í kvöld. Þeir reyndu mikið af þriggja stiga skotum undir lokin og þó mörg af þessum skotum hafi verið úr ágætum færum hefðu þeir mögulega átt að leita meira inn í teiginn á Austin Brodeur sem hafði nýtt sín færi vel í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Hjá Grindavík var Kristinn Pálsson frábær, stýrði leik heimamanna vel og setti niður góð skot þegar á reyndi. Ólafur Ólafsson og Joonas Jarveleinen voru frábærir í fjórða leikhlutanum og Eric Wise steig þá upp eftir að hafa verið fremur atkvæðalítill fram að því, hirti mikilvæg fráköst og setti stig á töfluna. Varnarlega spilaði Grindavík góða liðsvörn lengst af og margir lögðu í púkkið. Hjá Stjörnunni var Alexander Lindqvist ágætur með 16 stig og 9 fráköst en hefði mátt nýta skotin sín betur. Gunnar Ólafsson var á fullu í varnarleiknum allan tímann auk þess að skora 17 stig og Austin Brodeur á eftir að nýtast Garðbæingum vel en hann lenti snemma í villuvandræðum í kvöld. Hvað gekk illa? Leikurinn í kvöld var fjörugur og almennt nokkuð vel spilaður. Stjörnumönnum gekk illa sóknarlega undir lokin og skotin þeirra duttu ekki niður. Þeir eru með góðar skyttur en þriggja stiga nýting þeirra í kvöld var undir 30%. Bæði lið töpuðu 11 boltum sem er í meira lagi og eitthvað sem þjálfarar leitast sífellt eftir því að minnka hjá sínum liðum. Hvað gerist næst? Grindavík á næst leik gegn ÍR á útivelli, en ÍR hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum eftir góða byrjun. Stjörnumenn halda sig í Suðurnesjunum og halda næst í Njarðvík. Það verður áhugaverður leikur á milli tveggja liða sem bæði töpuðu sínum leikjum í þessari umferð. Daníel Guðni: Það er alltaf einhver rígur á milli þessara liða Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér líka sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna í leiknum gegn Grindavík í kvöld en hans menn biðu lægri hlut í spennuleik. „Við lokum þessum leik illa, erum slakir varnarlega þegar mikið er undir. Við skjótum boltanum ekki vel þegar við erum að búa til góð skot. Grindvíkingar voru betri en við í dag og eiga sigurinn skilið,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Grindvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum og þriðja leikhluta tóku Stjörnumenn yfir og virtust ætla að sigla sigrinum í höfn. Í fjórða leikhluta skoraði Stjarnan hins vegar aðeins 12 stig og Grindvíkingar gengu á lagið. „Við hefðum kannski átt að sækja meira á körfuna. Eftir á að hyggja fannst mér við fá góð skot sem fóru ekki ofan í, það er tilfinningin en ég þarf að skoða þetta betur.“ Stjarnan vann risasigur á Keflavík í síðustu umferð í baráttu toppliðanna. Var erfitt að ná mönnum niður á jörðina eftir þann sigur. „Þetta kom allavega ekki vel út í kvöld. Það er alveg möguleiki á að þetta hafi spilað inn í,“ sagði fremur stuttorður Arnar eftir leikinn í kvöld. Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir Grindavík í kvöld, skoraði 19 stig og var mikilvægur á mínútunum undir lokin þegar Grindvíkingar sigu fram úr. „Við erum mjög sáttir. Við ákváðum að koma inn í þennan leik með einbeitingu og vilja, reyna að hjálpast að og gera hlutina einfalt. Það vantaði leikstjórnandann okkar í dag og við þurftum að hjálpa Kidda sem leysti það mjög vel. Þetta var liðssigur fyrst og fremst.“ Grindvíkingar héldu Stjörnumönnum í 12 stigum í fjórða leikhlutanum í kvöld og tóku þá forystuna af gestunum sem höfðu unnið bæði annan og þriðja leikhluta. „Við vorum fastir fyrir og geggjaðir. Við töluðum, vorum að hjálpast að og gera það sem við höfum verið að leggja upp með. Það hefur ekki alltaf verið að virka í seinni hálfleik hjá okkur. Mér fannst í raun allur leikurinn flottur varnarlega, sérstaklega síðustu 6-7 mínúturnar.“ Ólafur sagði skemmtilegt að spila við Stjörnuna en liðin hafa háð nokkrar baráttur á síðustu árum. „Ég þekki nokkra þarna, hef spilað með þeim í landsliðinu og þeir eru vinir mínir í dag. Það er alltaf þessi rígur á milli Grindavíkur og Stjörnunnar eftir 2012 tímabilið. Þetta verða skemmtilegir leikir fyrir vikið,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði verið svolítið smeykur eftir stórsigur Stjörnunnar á Keflavík í síðustu umferð. „Þeir fóru mjög illa með þá. Ég var hræddur um að við myndum brotna niður ef þeir næðu einhverjum áhlaupum. Það kom í öðrum leikhluta og við ræddum saman í hálfleik og töluðum um að halda áfram en ekki gefast upp og hætta.“ Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan
Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu í upphafi með 3-5 stigum. Leikurinn var hraður eins og oftast þegar Stjarnan spilar og heimamenn héldu vel í við þá í fyrsta leikhlutanum. Kristinn Pálsson fór á kostum og skoraði 15 stig og Grindvíkingar leiddu 30-22 að leikhlutanum loknum. Stjörnumönnum óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þeir róteruðu liðinu mikið og Arnþór Freyr Guðmundsson og Alexander Lindqvist settu niður góða þrista. Sá sænski endaði einmitt fyrri hálfleikinn með einum slíkum og sá til þess að Stjarnan leiddi 50-47 í leikhléi. Í þriðja leikhluta virtust Stjörnumenn síðan ætla að sigla sigrinum heim. Þeir náðu mest 13 stiga forystu og sóknarleikur þeirra rúllaði vel. Grindvíkingar gáfust hins vegar ekki upp. Í lokafjórðungnum söxuðu þeir smátt og smátt á forskot gestanna og komust yfir í stöðunni 88-87 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Stjörnumenn reyndu töluvert af þriggja stiga skotum sem rötuðu ekki rétta leið á meðan Grindvíkingar leituðu inn í teiginn, sérstaklega keyrðu þeir á Mirza Sarajlija sem var í vandræðum þegar Ólafur Ólafsson stillti sér upp á móti honum. Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn og fögnuðu vel þegar flautan gall, lokatölur 93-89. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar héldu haus allan tímann og það var augljóst að Daníel þjálfari hafði rætt þann hluta leiksins vel við sína menn fyrir þennan leik. Í fjarveru Dags Kár Jónssonar tók Kristinn Pálsson við leikstjórninni og gerði það af stakri prýði. Þegar á reyndi hikstaði sóknarleikur Stjörnunnar í kvöld. Þeir reyndu mikið af þriggja stiga skotum undir lokin og þó mörg af þessum skotum hafi verið úr ágætum færum hefðu þeir mögulega átt að leita meira inn í teiginn á Austin Brodeur sem hafði nýtt sín færi vel í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Hjá Grindavík var Kristinn Pálsson frábær, stýrði leik heimamanna vel og setti niður góð skot þegar á reyndi. Ólafur Ólafsson og Joonas Jarveleinen voru frábærir í fjórða leikhlutanum og Eric Wise steig þá upp eftir að hafa verið fremur atkvæðalítill fram að því, hirti mikilvæg fráköst og setti stig á töfluna. Varnarlega spilaði Grindavík góða liðsvörn lengst af og margir lögðu í púkkið. Hjá Stjörnunni var Alexander Lindqvist ágætur með 16 stig og 9 fráköst en hefði mátt nýta skotin sín betur. Gunnar Ólafsson var á fullu í varnarleiknum allan tímann auk þess að skora 17 stig og Austin Brodeur á eftir að nýtast Garðbæingum vel en hann lenti snemma í villuvandræðum í kvöld. Hvað gekk illa? Leikurinn í kvöld var fjörugur og almennt nokkuð vel spilaður. Stjörnumönnum gekk illa sóknarlega undir lokin og skotin þeirra duttu ekki niður. Þeir eru með góðar skyttur en þriggja stiga nýting þeirra í kvöld var undir 30%. Bæði lið töpuðu 11 boltum sem er í meira lagi og eitthvað sem þjálfarar leitast sífellt eftir því að minnka hjá sínum liðum. Hvað gerist næst? Grindavík á næst leik gegn ÍR á útivelli, en ÍR hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum eftir góða byrjun. Stjörnumenn halda sig í Suðurnesjunum og halda næst í Njarðvík. Það verður áhugaverður leikur á milli tveggja liða sem bæði töpuðu sínum leikjum í þessari umferð. Daníel Guðni: Það er alltaf einhver rígur á milli þessara liða Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér líka sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna í leiknum gegn Grindavík í kvöld en hans menn biðu lægri hlut í spennuleik. „Við lokum þessum leik illa, erum slakir varnarlega þegar mikið er undir. Við skjótum boltanum ekki vel þegar við erum að búa til góð skot. Grindvíkingar voru betri en við í dag og eiga sigurinn skilið,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Grindvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum og þriðja leikhluta tóku Stjörnumenn yfir og virtust ætla að sigla sigrinum í höfn. Í fjórða leikhluta skoraði Stjarnan hins vegar aðeins 12 stig og Grindvíkingar gengu á lagið. „Við hefðum kannski átt að sækja meira á körfuna. Eftir á að hyggja fannst mér við fá góð skot sem fóru ekki ofan í, það er tilfinningin en ég þarf að skoða þetta betur.“ Stjarnan vann risasigur á Keflavík í síðustu umferð í baráttu toppliðanna. Var erfitt að ná mönnum niður á jörðina eftir þann sigur. „Þetta kom allavega ekki vel út í kvöld. Það er alveg möguleiki á að þetta hafi spilað inn í,“ sagði fremur stuttorður Arnar eftir leikinn í kvöld. Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir Grindavík í kvöld, skoraði 19 stig og var mikilvægur á mínútunum undir lokin þegar Grindvíkingar sigu fram úr. „Við erum mjög sáttir. Við ákváðum að koma inn í þennan leik með einbeitingu og vilja, reyna að hjálpast að og gera hlutina einfalt. Það vantaði leikstjórnandann okkar í dag og við þurftum að hjálpa Kidda sem leysti það mjög vel. Þetta var liðssigur fyrst og fremst.“ Grindvíkingar héldu Stjörnumönnum í 12 stigum í fjórða leikhlutanum í kvöld og tóku þá forystuna af gestunum sem höfðu unnið bæði annan og þriðja leikhluta. „Við vorum fastir fyrir og geggjaðir. Við töluðum, vorum að hjálpast að og gera það sem við höfum verið að leggja upp með. Það hefur ekki alltaf verið að virka í seinni hálfleik hjá okkur. Mér fannst í raun allur leikurinn flottur varnarlega, sérstaklega síðustu 6-7 mínúturnar.“ Ólafur sagði skemmtilegt að spila við Stjörnuna en liðin hafa háð nokkrar baráttur á síðustu árum. „Ég þekki nokkra þarna, hef spilað með þeim í landsliðinu og þeir eru vinir mínir í dag. Það er alltaf þessi rígur á milli Grindavíkur og Stjörnunnar eftir 2012 tímabilið. Þetta verða skemmtilegir leikir fyrir vikið,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði verið svolítið smeykur eftir stórsigur Stjörnunnar á Keflavík í síðustu umferð. „Þeir fóru mjög illa með þá. Ég var hræddur um að við myndum brotna niður ef þeir næðu einhverjum áhlaupum. Það kom í öðrum leikhluta og við ræddum saman í hálfleik og töluðum um að halda áfram en ekki gefast upp og hætta.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti