„Hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2021 22:30 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í HS-Orku höllinni. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54