Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 16:08 Frá vettvangi morðsins á Freyju Egilsdóttur í Malling. Vísir/ElínMargrét 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar. Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar.
Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21