Kæri Ragnar! Kæru kjósendur Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 21:45 Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar