Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:19 Helga Guðrún fer gegn Ragnari Þór. Samsett Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur.
Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira