Uppstillingarnefnd verður því skipuð og mun hún sjá um röðun í Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Ekki liggur fyrir hvaða leið verður farin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi.
Flokkurinn auglýsir því eftir áhugasömu fólki.
„Viðreisn gætir fyllsta jafnréttis kynjanna og vill endurspegla fjölbreytni mannlífs í framboðslistum sínum. Stjórn Viðreisnar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að starfa með flokknum og taka sæti á listum hans,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn.