Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:00 Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Innflytjendamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun