Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 14:02 Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira