Hæstverndaður ráðherra Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2021 07:01 Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Vafningsmálið Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar