Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést fyrir utan húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar eftir fundinn með Pfizer á þriðjudag. Eftir fundinn var ljóst að hverfandi líkur eru á að geri fjórða fasa bóluefnarannsókn hér á landi. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. „Það hefur því komið verulega á óvart hversu margar flökkusögur fóru á kreik á síðustu dögum sem keyrðu væntingar hér fram úr hófi. Sömuleiðis hafa ýmsar umræður um siðfræðilegar hliðar þessa máls komið mér á óvart þó að siðfræðilegar umræður eigi að sjálfsögðu alltaf rétt á sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í dag. Hann varði svo nokkrum mínútum í það að fara yfir þau atriði sem helst hafa verið nefnd í þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á mögulegar vísindarannsóknir. Meðal þeirra sem settu fram ýmsar spurningar varðandi rannsóknir voru nokkrir prófessorar og dósentar í heimspeki. Þeir rituðu grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Í greininni sagði meðal annars að það væri siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. „Vissulega má ræða þetta en ég vil benda á að við erum með tillögum okkar svara knýjandi spurningum á vísindalegan hátt sem við teljum að gagnist fleirum en okkur í baráttunni gegn Covid-19. Einnig má benda á að ef af þessu hefði orðið hefði öðrum verið úthlutað án gjalds því bóluefni sem við höfum tryggt okkur kaup á og ekki þurft að nota rannsóknarinnar vegna. Ef við hefðum hins vegar reynt að troða okkur framar í röðina án nokkurra skuldbindinga þá hefði það ekki verið siðferðilega rétt að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Þá væri það ekki rétt gagnrýni að segja að landsmenn hefðu ekki verið upplýstir um gagnsemi rannsóknarinnar. Því hefði verið lýst margoft hvaða gagnsemi hefði verið af rannsókninni, bæði fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir. „Í þriðja lagi hefur komið fram gagnrýni á það að efast megi um vísindalegt gildi svona rannsóknar hér á landi og fyrir aðrar þjóðir, sérstaklega ef að svona rannsókn væri gerð hér á Íslandi þá væri gagnsemin óljós fyrir aðrar þjóðir. Því er til að svara að vísindalegt gildi rannsóknar á Íslandi er jafnmikið fyrir aðrar þjóðir og vísindalegt gildi rannsókna sem eru gerðar í öðrum þjóðum fyrir Ísland. Ég minni á að flestar vísindarannsóknir á lyfjum og bóluefnum eru gerðar erlendis en við notum þær niðurstöður okkur í hag þegar við erum að taka í notkun bæði lyf og bóluefni,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að túlka rannsóknina sem svo að Íslendingar hefðu verið gerðir að tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. „Einnig hefur verið talað um hvort það sé réttlætanlegt að Ísland verði tilraunastaður fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki og Íslendingar verði gerðir að tilraunadýrum. Því er til að svara að þessa rannsókn er á engan hátt hægt að túlka sem verið sé að gera Íslendinga að tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. Í rannsókninni sem við höfum verið að ræða um hefðu allir verið bólusettir sem það hefðu viljað en síðan hefði fólk þurft að gefa samþykki fyrir að taka þátt í einstaka rannsóknum.“ Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá í heild sinni þann bút úr ræðu Þórólfs þar sem hann ræddi um Pfizer og gagnrýni á mögulega rannsókn fyrirtækisins hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
„Það hefur því komið verulega á óvart hversu margar flökkusögur fóru á kreik á síðustu dögum sem keyrðu væntingar hér fram úr hófi. Sömuleiðis hafa ýmsar umræður um siðfræðilegar hliðar þessa máls komið mér á óvart þó að siðfræðilegar umræður eigi að sjálfsögðu alltaf rétt á sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í dag. Hann varði svo nokkrum mínútum í það að fara yfir þau atriði sem helst hafa verið nefnd í þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á mögulegar vísindarannsóknir. Meðal þeirra sem settu fram ýmsar spurningar varðandi rannsóknir voru nokkrir prófessorar og dósentar í heimspeki. Þeir rituðu grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Í greininni sagði meðal annars að það væri siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. „Vissulega má ræða þetta en ég vil benda á að við erum með tillögum okkar svara knýjandi spurningum á vísindalegan hátt sem við teljum að gagnist fleirum en okkur í baráttunni gegn Covid-19. Einnig má benda á að ef af þessu hefði orðið hefði öðrum verið úthlutað án gjalds því bóluefni sem við höfum tryggt okkur kaup á og ekki þurft að nota rannsóknarinnar vegna. Ef við hefðum hins vegar reynt að troða okkur framar í röðina án nokkurra skuldbindinga þá hefði það ekki verið siðferðilega rétt að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Þá væri það ekki rétt gagnrýni að segja að landsmenn hefðu ekki verið upplýstir um gagnsemi rannsóknarinnar. Því hefði verið lýst margoft hvaða gagnsemi hefði verið af rannsókninni, bæði fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir. „Í þriðja lagi hefur komið fram gagnrýni á það að efast megi um vísindalegt gildi svona rannsóknar hér á landi og fyrir aðrar þjóðir, sérstaklega ef að svona rannsókn væri gerð hér á Íslandi þá væri gagnsemin óljós fyrir aðrar þjóðir. Því er til að svara að vísindalegt gildi rannsóknar á Íslandi er jafnmikið fyrir aðrar þjóðir og vísindalegt gildi rannsókna sem eru gerðar í öðrum þjóðum fyrir Ísland. Ég minni á að flestar vísindarannsóknir á lyfjum og bóluefnum eru gerðar erlendis en við notum þær niðurstöður okkur í hag þegar við erum að taka í notkun bæði lyf og bóluefni,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að túlka rannsóknina sem svo að Íslendingar hefðu verið gerðir að tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. „Einnig hefur verið talað um hvort það sé réttlætanlegt að Ísland verði tilraunastaður fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki og Íslendingar verði gerðir að tilraunadýrum. Því er til að svara að þessa rannsókn er á engan hátt hægt að túlka sem verið sé að gera Íslendinga að tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. Í rannsókninni sem við höfum verið að ræða um hefðu allir verið bólusettir sem það hefðu viljað en síðan hefði fólk þurft að gefa samþykki fyrir að taka þátt í einstaka rannsóknum.“ Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá í heild sinni þann bút úr ræðu Þórólfs þar sem hann ræddi um Pfizer og gagnrýni á mögulega rannsókn fyrirtækisins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira