Það er ótrúlegt að verða vitni að allir þeirri uppbyggingu, sem á sér stað í Hveragerði, Árborg og Ölfusi þessi misserin því á öllum þessum stöðum eru heilu hverfin af rísa af nýju íbúðarhúsum og fólk flykkist á þessa staði til að eiga heima.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er að sjálfsögðu kampakát með alla uppbygginguna í Hveragerði.
„Við erum með orðatiltæki, sem hefur verið hér frá upphafi, „Hveragerði er auðvitað heimsins besti staður“. Við erum þó ekki í þannig samkeppni við hin sveitarfélögin, við erum auðvitað bara í heilbrigðri samkeppni um það hver er bestur og það er bara eðlilegt. Sveitarfélögin hér í kringum höfuðborgarsvæðið eru öll að vaxa og dafna mjög skemmtilega og það græða auðvitað allir á því. Það er auðvitað gaman að því að fólk sér möguleika í búsetuformi hvort sem það er hér í Hveragerði, Árborg, Vogunum, Reykjanesbæ, Grindavík eða öðrum stöðum. Og auðvitað vill maður sjá landsbyggðina alla dafna,“ segir Aldís.
En á Aldís von á því að þessi mikla uppbygging muni halda áfram eins og í Hveragerði?
„Já, það er ekkert annað í kortunum. Þessi bær er náttúrulega staðsettur þannig að það er ekkert, sem gefur til kynna annað til kynna að hér verði áframhaldandi uppbygging.“
