Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 16:10 Skíðafólk virtist sýna því skilning að lokað var í Bláfjöllum eftir hádegið í dag. Vísir/Vilhelm Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað. „Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun. Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun.
Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25
Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14
Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels