Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 14:02 Miklar og heitar umræður hafa skapast á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún greindi meðal annars frá því að hjólreiðamenn mega ekki vera á götum þar sem hámarkshraði fer yfir 30 km/klst. vísir/vilhelm Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík. Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík.
Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira