Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekkert benda til þess að eldgos sé í vændum. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. „Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55
Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48