Sakar Íran um árás á flutningaskip Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 10:43 Benamjin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AP/Yediot Ahronot Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Skipið MV Helios Ray varð fyrir einhvers konar sprengingu í síðustu viku sem gataði báðar hliðar skipsins. Engan sakaði í atvikinu en Netanjahú segir nú að ljóst sé að Íranir hafi gert þessa árás. Hann hefur þó ekki opinberað sönnunargögn fyrir þessum ásökunum. „Íran er stærsti óvinur Ísraels. Ég er staðráðinn í að stöðva ríkið,“ sagði Netanjahú og sagði hann Ísrael standa í hárinu á Íran víðsvegar um svæðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Forsætisráðherrann var spurður hvort að ríkisstjórn hans myndi svara sérstaklega fyrir þessa árás, vísaði hann aftur í að Ísraelar væru að standa í hárinu á þeim víða. Utanríkisráðuneyti Írans segir að Íranir hafi ekki komið að árásinni á skipið og talsmaður ráðuneytisins segir Netanjahú vera með þráhyggju gagnvart Íran. Times of Israel segir Netanjahú hafa sömuleiðis staðhæft að ráðamönnum í Íran yrði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Forsætisráðherra sagðist hafa gert ríkisstjórn Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, ljóst hver afstaða hans væri. Ómanflói fer um Hormuzsund og er það mikilvæg flutningaleið fyrir olíu frá Mið-Austurlöndum. Árið 2019 sökuðu Bandaríkin Írani um að nota segulmagnaðar sprengjur til að gera árásir á nokkur olíuflutningaskip í flóanum. Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni í Helios Ray en miðað við fregnir fjölmiðla í Ísrael er bæði talið mögulegt að eldflaug hafi verið skotið á skipið og að sérsveitarmenn á litlum bátum hafi komið sprengjum fyrir utan á skipinu. Ísrael Íran Tengdar fréttir Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Skipið MV Helios Ray varð fyrir einhvers konar sprengingu í síðustu viku sem gataði báðar hliðar skipsins. Engan sakaði í atvikinu en Netanjahú segir nú að ljóst sé að Íranir hafi gert þessa árás. Hann hefur þó ekki opinberað sönnunargögn fyrir þessum ásökunum. „Íran er stærsti óvinur Ísraels. Ég er staðráðinn í að stöðva ríkið,“ sagði Netanjahú og sagði hann Ísrael standa í hárinu á Íran víðsvegar um svæðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Forsætisráðherrann var spurður hvort að ríkisstjórn hans myndi svara sérstaklega fyrir þessa árás, vísaði hann aftur í að Ísraelar væru að standa í hárinu á þeim víða. Utanríkisráðuneyti Írans segir að Íranir hafi ekki komið að árásinni á skipið og talsmaður ráðuneytisins segir Netanjahú vera með þráhyggju gagnvart Íran. Times of Israel segir Netanjahú hafa sömuleiðis staðhæft að ráðamönnum í Íran yrði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Forsætisráðherra sagðist hafa gert ríkisstjórn Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, ljóst hver afstaða hans væri. Ómanflói fer um Hormuzsund og er það mikilvæg flutningaleið fyrir olíu frá Mið-Austurlöndum. Árið 2019 sökuðu Bandaríkin Írani um að nota segulmagnaðar sprengjur til að gera árásir á nokkur olíuflutningaskip í flóanum. Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni í Helios Ray en miðað við fregnir fjölmiðla í Ísrael er bæði talið mögulegt að eldflaug hafi verið skotið á skipið og að sérsveitarmenn á litlum bátum hafi komið sprengjum fyrir utan á skipinu.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06
Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26
Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40