Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 14:00 Nikolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. Tvö ár af þremur eru skilorðsbundin. Samkvæmt frétt France24 er ólíklegt að Sarkozy muni sitja í fangelsi vegna dómsins. Það gerist sjaldan í Frakklandi nema fangar séu dæmdir til minnst tveggja ára fangelsisvistar. Forsetinn fyrrverandi á rétt á því að biðja um að afplána dóm sinn í stofufangelsi. Auk Sarkozy fengu lögmaðurinn Thierry Herzog og dómarinn Gilbert Azibert sama dóm. Sarkozy og Herzog voru fundnir sekir um að að múta Azibert, sem sendi þeim upplýsingar um rannsókn á greiðslum sem framboðs Sarkozy fékk frá hinni auðugu Liliane Bettencourt, erfingja franska L'Oréal veldisins. Málið byggði á upptökum af samtölum Sarkozy og Herzog. Á einni upptöku sagðist Sarkozy ætla að útvega Azibert starf í Mónakó, sem hann gerði að vísu aldrei. Frönsk lög gera samt ekki greinarmun á tilraun til mútugreiðslna og mútugreiðslum. Sarkozy, sem var forseti frá 2007 til 2012, hefur þvertekið fyrir ásakanirnar og segist vera fórnarlamb nornaveiða saksóknara, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Hann hefur tíu daga til að áfrýja niðurstöðunni. Sarkozy er annar fyrrverandi forseti Frakklands sem er dæmdur fyrir spillingu á undanförnum árum. Jacques Chirac var dæmdur árið 2011. Rannsókn leiddi að endingu í ljós að Sarkozy hefði ekki brotið lög varðandi greiðslurnar frá Bettencourt. Hann er þó enn til rannsóknar vegna greiðslna sem hann er sakður um að hafa þegið frá Muamma Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra Líbíu. Frakkland Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Tvö ár af þremur eru skilorðsbundin. Samkvæmt frétt France24 er ólíklegt að Sarkozy muni sitja í fangelsi vegna dómsins. Það gerist sjaldan í Frakklandi nema fangar séu dæmdir til minnst tveggja ára fangelsisvistar. Forsetinn fyrrverandi á rétt á því að biðja um að afplána dóm sinn í stofufangelsi. Auk Sarkozy fengu lögmaðurinn Thierry Herzog og dómarinn Gilbert Azibert sama dóm. Sarkozy og Herzog voru fundnir sekir um að að múta Azibert, sem sendi þeim upplýsingar um rannsókn á greiðslum sem framboðs Sarkozy fékk frá hinni auðugu Liliane Bettencourt, erfingja franska L'Oréal veldisins. Málið byggði á upptökum af samtölum Sarkozy og Herzog. Á einni upptöku sagðist Sarkozy ætla að útvega Azibert starf í Mónakó, sem hann gerði að vísu aldrei. Frönsk lög gera samt ekki greinarmun á tilraun til mútugreiðslna og mútugreiðslum. Sarkozy, sem var forseti frá 2007 til 2012, hefur þvertekið fyrir ásakanirnar og segist vera fórnarlamb nornaveiða saksóknara, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Hann hefur tíu daga til að áfrýja niðurstöðunni. Sarkozy er annar fyrrverandi forseti Frakklands sem er dæmdur fyrir spillingu á undanförnum árum. Jacques Chirac var dæmdur árið 2011. Rannsókn leiddi að endingu í ljós að Sarkozy hefði ekki brotið lög varðandi greiðslurnar frá Bettencourt. Hann er þó enn til rannsóknar vegna greiðslna sem hann er sakður um að hafa þegið frá Muamma Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra Líbíu.
Frakkland Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira