Kristófer: Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2021 21:29 Kristófer Acox sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig fyrir Valsmenn í tapi gegn Grindavík. vísir/vilhelm Kristófer Acox var ekki ánægður með leik Vals sem tapaði gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“ Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
„Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“
Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50