Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 11:54 Álver Norðuráls á Grundartangi. Landsvirkjun Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem trúnaði er aflétt af hálfu Landsvirkjunar. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en nýverið birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur, í samræmi við samkomulag fyrirtækjanna tveggja. Greint er frá tíðindunum í sameiginlegri tilkynningu aðila. Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, en Landsvirkjun selur fyrirtækinu um þriðjung þeirrar raforku sem álverið notar. Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í meira en 20 ár, eða allt frá stofnun álversins árið 1997. Síðan þá hefur álverið stækkað og aukið orkukaup sín frá Landsvirkjun. Norðurál kaupir einnig raforku frá fleiri orkusölum á Íslandi. Landsvirkjun selur raforku til Norðuráls samkvæmt tveimur langtímasamningum, auk sölu til skamms tíma eftir atvikum. Langtímasamningarnir eru tengdir markaðsverði. Samningur 1 kveður á um 161 MW eða 1410 GWst á ári og á rætur að rekja til ársins 1997, þótt þá hafi hann verið minni. Raforkuverðið var upphaflega tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 hefur það verið tengt orkuverði á Nord Pool raforkumarkaði Norðurlandanna. Samningurinn gildir til ársloka 2023. Samningur 2 er mun minni. Hann kveður á um 25 MW eða 212 GWst á ári og var gerður árið 2009 í tengslum við stækkun álversins. Samningurinn er tengdur álverði og gildir út október 2029. Bæði Landsvirkjun og Norðurál birta samningana í heild á heimasíðum sínum. Orkumál Landsvirkjun Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem trúnaði er aflétt af hálfu Landsvirkjunar. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en nýverið birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur, í samræmi við samkomulag fyrirtækjanna tveggja. Greint er frá tíðindunum í sameiginlegri tilkynningu aðila. Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, en Landsvirkjun selur fyrirtækinu um þriðjung þeirrar raforku sem álverið notar. Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í meira en 20 ár, eða allt frá stofnun álversins árið 1997. Síðan þá hefur álverið stækkað og aukið orkukaup sín frá Landsvirkjun. Norðurál kaupir einnig raforku frá fleiri orkusölum á Íslandi. Landsvirkjun selur raforku til Norðuráls samkvæmt tveimur langtímasamningum, auk sölu til skamms tíma eftir atvikum. Langtímasamningarnir eru tengdir markaðsverði. Samningur 1 kveður á um 161 MW eða 1410 GWst á ári og á rætur að rekja til ársins 1997, þótt þá hafi hann verið minni. Raforkuverðið var upphaflega tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 hefur það verið tengt orkuverði á Nord Pool raforkumarkaði Norðurlandanna. Samningurinn gildir til ársloka 2023. Samningur 2 er mun minni. Hann kveður á um 25 MW eða 212 GWst á ári og var gerður árið 2009 í tengslum við stækkun álversins. Samningurinn er tengdur álverði og gildir út október 2029. Bæði Landsvirkjun og Norðurál birta samningana í heild á heimasíðum sínum.
Orkumál Landsvirkjun Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira