Shaq hafði talsverða yfirburði framan af viðureigninni gegn Rhodes. Sá síðarnefndi kom svo með krók á móti bragði þegar hann keyrði Shaq niður og út úr hringnum.
Þeir lentu á borði sem brotnaði eðlilega enda Shaq engin smásmíði. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Shaq var í kjölfarið færður á börur og inn í sjúkrabíl. Þegar Shaq og Cargill voru úrskurðaðir sigurvegarar og sjónvarpsmaðurinn Tony Schiavone opnaði til að fá viðbrögð frá Shaq var hann hvergi sjáanlegur.
We have a SHAQ-sized mystery on our hands here. #AEWDynamite #AEWonTNT pic.twitter.com/d3juIgJncz
— TDE Wrestling (@tde_gif) March 4, 2021
Hinn 48 ára Shaq er mikill glímuáhugamaður og keppti meðal annars í WrestleMania fyrir fimm árum.