Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2021 23:30 Þessir fjórir eru meðal þeirra sem gætu leikið með Jamaíka í undankeppninni fyrir HM 2022 í Katar. Getty/EPA Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur. Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira