Þjónustugreiðslur vegna barna: Bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar á Íslandi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2021 11:30 Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun