Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 10:31 Njarðvíkurliðið er orðið þreytt og gamalt að mati Teits Örlygssonar. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn