Leita að nýra fyrir Glóð: „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 22:21 Glóð Jónsdóttir er nítján ára og glímir við mikla nýrnabilun og skert lífsgæði þess vegna. Hér má sjá myndir af henni auk myndar af henni, Selmu móður hennar og barnabarni Selmu. „Ég spurði lækninn hvað fólk gerði. Hvort það væri jafnvel að auglýsa eftir nýra á Facebook og hann sagði já. Fólk gerir það, þannig að við ákváðum að prufa,“ segir Selma Dan Stefánsdóttir, sem í kvöld birti færslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir nýra fyrir dóttur sína, Glóð. Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira