Tíu hross drepist úr hestaherpesveiru eftir hópsmit á Spáni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 20:20 Talið er að um 1.500 hross sem tengdust mótinu í Valencia séu nú á leið til síns heima víðsvegar í Evrópu. Vísir/Getty Matvælastofnun áminnir þá sem hafa tengsl við hestamennsku erlendis eða taka á móti einstaklingum að utan í tengslum við hestamennsku innanlands að fara varlega, sinna sóttvörnum og fara að reglum um innflutning búnaðar. Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“ Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“
Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira