Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:43 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vill aftur á þing. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira