„Strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. mars 2021 11:00 Hálf íslenska söngkonan Leyla Blue er talin veria rísandi stjarna í tónlistarheiminum. Anna Pálma „Ég samdi þetta lag til þess að ég gæti sungið það fyrir mig sjálfa fyrir framan spegil þegar ég þarf aðeins að peppa sjálfstraustið. Lagið er frásögn af því hvernig strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim,“ segir söngkonan Leyla Blue í viðtali við Vísi. Leyla Blue er búsett í New York borg. Anna Pálma Leyla, sem er hálf íslensk og hálf ísraelsk, er 21 árs gömul söngkona sem hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína undanfarin misseri. Mamma Leylu er ljósmyndarinn Anna Pálma og pabbi hennar er Guy Aroch, sem einnig er ljósmyndari og er fjölskyldan búsett í New York borg. Fyrir nokkru sendi hún frá sér lagið What a Shame ásamt glæsilegu myndbandi. Leyla er með afar sterkan og persónulegan stíl og eru textarnir hennar oft beinskeyttir og þykja valdeflandi fyrir konur. Í laginu What A Shame mátar Leyla sjálfa sig inn í allar þær mismunandi aðstæður sem konur geta verið í og gerir góðlátlegt grín af því í leiðinni. Stelpur sem eru metnaðarfullar og hreinskilnar eru stundum ekki taldar vera aðlaðandi. Mér finnst það í rauninni mjög kómískt og mig langaði að gera smá grín af þessu öllu. „Í laginu er ég að tala um þessar venjulegu stelpur en í myndbandinu sérðu að ég er hver einasta þeirra, þetta er ég sem milljón klón. Við höfum allar upplifað það að vera í mismunandi hlutverki í svona aðstæðum - stelpan sem verið er að hafna, nýja stelpan, venjulega stelpan og stelpan sem gerir grín að venjulegu stelpunni.“ Leyla segist elska það að draga fram mismunandi þætti nútímamenningarinnar í tónlistinni sinni og þá sérstaklega út frá upplifun kvenna. Öll vinnslan á myndbandinu var framkvæmd af konum sem er Leylu afar mikilvægt. Um leikstjórnina sá frænka Leylu hún Ágústa Ýr með aðstoðarleikstjórn Önnu Pálma, móður Leylu. Leyla segist hafa samið lagið What a Shame til að syngja fyrir sjálfa sig fyrir framan spegil þegar hún þarf aðeins að peppa sjálfstraustið.Anna Pálma „Mamma mín er minn partner in crime í öllu sem ég sendi frá mér. Samstarfið við Ágústu gekk mjög vel en það var hún sem kynnti mig fyrir allskonar tónlist og tónlistarmyndböndum þegar ég var barn. Við höfum alla tíð verið mjög nánar og því var samstarfið á milli okkar þriggja sérlega náttúrulegt, skapandi og skemmtilegt. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna með tveimur konum sem eru mér ótrúlega mikilvægar fyrirmyndir.“ Andrea Ýr, frænka Leylu, leikstýrði myndbandinu og um aðstoðarleikstjórn sá Anna Pálma móðir Leylu. Anna Pálma Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast betur með þessari hæfileikaríku ungu söngkonu hér. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Leyla Blue er búsett í New York borg. Anna Pálma Leyla, sem er hálf íslensk og hálf ísraelsk, er 21 árs gömul söngkona sem hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína undanfarin misseri. Mamma Leylu er ljósmyndarinn Anna Pálma og pabbi hennar er Guy Aroch, sem einnig er ljósmyndari og er fjölskyldan búsett í New York borg. Fyrir nokkru sendi hún frá sér lagið What a Shame ásamt glæsilegu myndbandi. Leyla er með afar sterkan og persónulegan stíl og eru textarnir hennar oft beinskeyttir og þykja valdeflandi fyrir konur. Í laginu What A Shame mátar Leyla sjálfa sig inn í allar þær mismunandi aðstæður sem konur geta verið í og gerir góðlátlegt grín af því í leiðinni. Stelpur sem eru metnaðarfullar og hreinskilnar eru stundum ekki taldar vera aðlaðandi. Mér finnst það í rauninni mjög kómískt og mig langaði að gera smá grín af þessu öllu. „Í laginu er ég að tala um þessar venjulegu stelpur en í myndbandinu sérðu að ég er hver einasta þeirra, þetta er ég sem milljón klón. Við höfum allar upplifað það að vera í mismunandi hlutverki í svona aðstæðum - stelpan sem verið er að hafna, nýja stelpan, venjulega stelpan og stelpan sem gerir grín að venjulegu stelpunni.“ Leyla segist elska það að draga fram mismunandi þætti nútímamenningarinnar í tónlistinni sinni og þá sérstaklega út frá upplifun kvenna. Öll vinnslan á myndbandinu var framkvæmd af konum sem er Leylu afar mikilvægt. Um leikstjórnina sá frænka Leylu hún Ágústa Ýr með aðstoðarleikstjórn Önnu Pálma, móður Leylu. Leyla segist hafa samið lagið What a Shame til að syngja fyrir sjálfa sig fyrir framan spegil þegar hún þarf aðeins að peppa sjálfstraustið.Anna Pálma „Mamma mín er minn partner in crime í öllu sem ég sendi frá mér. Samstarfið við Ágústu gekk mjög vel en það var hún sem kynnti mig fyrir allskonar tónlist og tónlistarmyndböndum þegar ég var barn. Við höfum alla tíð verið mjög nánar og því var samstarfið á milli okkar þriggja sérlega náttúrulegt, skapandi og skemmtilegt. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna með tveimur konum sem eru mér ótrúlega mikilvægar fyrirmyndir.“ Andrea Ýr, frænka Leylu, leikstýrði myndbandinu og um aðstoðarleikstjórn sá Anna Pálma móðir Leylu. Anna Pálma Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast betur með þessari hæfileikaríku ungu söngkonu hér.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira