Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 16:29 Nærmynd af steini úr SuperCam-mælitæki Perseverance. Steinninn hlaut heitið Máaz. Það þýðir Mars á tungumáli Navajo-frumbyggja í Norður-Ameríku. Hann reyndist úr basalti. NASA/JPL-Caltech/LANL/CNES/CNRS Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent