Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 14:06 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð. Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59
„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22