Afnæming þjóðarinnar Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 10:01 Afnæming (e. desensitisation) gerist þegar við yfir lengri tíma eða mörgum sinnum upplifum eða lendum í sömu aðstæðum sem í hvert skipti hafa minni og minni áhrif á okkur. Við afnæmumst atburðinum. Fyrir sum gerist það hratt. Núverandi skjálftahrinur eru gott dæmi. Okkur brá í byrjun við fyrstu skjálftana en núna, nokkrum vikum síðar, er óvissan ekki jafn mikil og fyrstu viðbrögð okkar eru ekki ótti heldur hugsum við með okkur - eða spáum fyrir - hversu stór þessi tiltekni var, eða hvort annar muni fylgja fljótlega. Afnæming getur verið hættuleg því hún getur hamlað viðbrögðum okkar við raunverulegri og verulegri vá eða breytt hugarfari okkar um hvað telst vera hættulegt. Íslenska þjóðin hefur búið við spillingu allt frá Sturlungatíð. Valdamiklar fjölskyldur stjórnuðu auðlindum og þróun landsins án afskipta langt inn í 20. öldina og þó Sturlungatíð hafi orðið að Engeyjartíð þá viðheldur mynstrið sér: samfélaginu er skipt niður í þau sem eiga og drottna og þau sem drottnað eru yfir. Að mörgu leyti bjó spillingin lengi við góð lífskjör á Íslandi. Þessi eyja lengst út í Norður-Atlantshafi er að mörgu leyti hættuleg fólki og dýrum og til þess að lifa af var samtryggingin okkur nauðsynleg. Það gat verið hættulegt að takast á við þau valdameiri og hætta á að enda í ónáð nágrannans því einangrun og útskúfun þýddi dauða. Þessi erfiða lífsbarátta gerði það beinlínis ómögulegt fyrir einstaklinga að lifa sjálfstæðu lífi og með reisn. Sú barátta og málamiðlarnir sem þurfti að gera okkar á milli til þess að sem flest gætu lifað af sést vel af sögu lands og þjóðar. Samtryggingin var okkur nauðsynleg því hinn valkosturinn myndi mögulega verða okkur að bana. Þessi samtrygging, sem getur verið falleg og byggð á samheldni, hefur því miður snúist upp í andhverfu sína í meðförum hinna valdameiri og er umvafin ótta, meðvirkni og kúgun og orðið góður jarðvegur fyrir spillingu sem heldur bara áfram að vaxa og dafna. Þrátt fyrir mörg framfaraskref þá hefur samtryggingin fylgt okkur til nútímans og með henni spillingin. Vissulega birtist spillingin okkur með mismunandi hætti en í grunninn er hún eins og hún var; sérhagmunagæsla þeirra sem telja sig í krafti ættartengsla, samfélagsstöðu eða kvótaeignar eiga meira skilið en einungis að vera undanskilin eftirliti, í landi með lögum búin til með undanþágum. Ég vil að eitt komi skýrt fram: spilling er margt og mikið meira en sá lagalegi texti sem löggjöf landsins kveður á um. Hún viðheldur sér í menningunni okkar og nýtur góðs af afnæmingu okkar gagnvart henni. Í henni felst gaslýsing, einelti, einangrun og útskúfun. Spillingin býr að mörgu leyti við sömu kjör og lífsviðurværi og áður fyrr. Við sjáum síendurtekið hvernig elíta landsins nýtir sér samtryggingu og tuddaskap til þess að takmarka aðgengi almennings að auðlindum þjóðarinnar. Við sjáum fyrir opnum tjöldum að greiðar eru gefnir og meðteknir, keyptir og seldir, og stjórnsýslan er byggð upp þannig að í stað þess að gagnast þeim valdaminni verður hún tól hinna valdameiri til að skapa tækifæri og gróða fyrir bestu vini elítunnar með peningum skattgreiðanda. Skattgreiðendur sem við vitum vel hver eru; þessi sem ekki voru nefnd í Panamaskjölunum. Eins og með jarðskjálftahrinuna þá spyrjum við ekki lengur hver er í sérhagsmunagæslu fyrir hvern heldur veltum við mögulega bara fyrir okkur hvort verið sé að nýta sér stjórnsýsluna í þetta skiptið til að endurgreiða gamlan greiða eða fjármagna greiða til að eiga inni ef þörf er á síðar. Þetta er bagalegt ástand fyrir þjóð sem gæti svo auðveldlega verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, en tekst samt alltaf að klúðra öllu áður en endamarkinu er náð, með ógagnsærri sérhagmunagæslu. Svo hvort eigum við að velja? Að komast inn í hitann og fá að taka þátt í greiðaviðskiptunum eða hafa hátt, standa keik og stolt og taka áhættuna að þurfa mögulega að takast á við spillinguna innan kerfanna okkar alein? Það þarf gríðalegt hugrekki til að standa með sjálfu sér og njóta ekki verndar hinna veldameiru í greiðakerfi elítunnar, en ég veit og hef séð á mínum starfsferli að engin manneskja stendur alein lengi því við sem berjumst gegn spillingu með meðal annars gangsæi og kröfu um valddreifingu stöndum aldrei alein lengi. Innan skamms koma raddir og hendur sem berjast við hlið okkar fyrir réttlæti fyrir fleiri en þeirra sem stjórna greiðakerfinu, kvótakerfinu og öllum hinum kerfunum sem á ógagnsæjan hátt er stjórnað af fólki sem efast ekki um rétt sinn til að stjórna. Aðhald er bráðnauðsynlegt til þess að tryggja áframhaldandi velsæld. Þetta á líka við um réttindabaráttu, stjórnsýslu og um afnæmingu þjóðarinnar gagnvart spillingu. Það er ekki nóg að tjá sig með gremju um ömurlegt ástand heldur þurfum við að taka saman höndum og vinna að þessu aðhaldi, þessum lýðræðislegu uppfærslum og upprætingu á spillingu á Íslandi, en á meðan hin valdameiri geta útskúfað og einangrað okkur, meinað okkur aðgengi að valdi og ákvarðanatöku og arðrænt þjóðina, þá er erfitt að ákveða hvar man byrjar. En trúðu mér kæri lesandi. Þú munt aldrei standa aleitt í baráttu lengi. Raddir og hendur munu koma þér til liðsauka innan skamms. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Afnæming (e. desensitisation) gerist þegar við yfir lengri tíma eða mörgum sinnum upplifum eða lendum í sömu aðstæðum sem í hvert skipti hafa minni og minni áhrif á okkur. Við afnæmumst atburðinum. Fyrir sum gerist það hratt. Núverandi skjálftahrinur eru gott dæmi. Okkur brá í byrjun við fyrstu skjálftana en núna, nokkrum vikum síðar, er óvissan ekki jafn mikil og fyrstu viðbrögð okkar eru ekki ótti heldur hugsum við með okkur - eða spáum fyrir - hversu stór þessi tiltekni var, eða hvort annar muni fylgja fljótlega. Afnæming getur verið hættuleg því hún getur hamlað viðbrögðum okkar við raunverulegri og verulegri vá eða breytt hugarfari okkar um hvað telst vera hættulegt. Íslenska þjóðin hefur búið við spillingu allt frá Sturlungatíð. Valdamiklar fjölskyldur stjórnuðu auðlindum og þróun landsins án afskipta langt inn í 20. öldina og þó Sturlungatíð hafi orðið að Engeyjartíð þá viðheldur mynstrið sér: samfélaginu er skipt niður í þau sem eiga og drottna og þau sem drottnað eru yfir. Að mörgu leyti bjó spillingin lengi við góð lífskjör á Íslandi. Þessi eyja lengst út í Norður-Atlantshafi er að mörgu leyti hættuleg fólki og dýrum og til þess að lifa af var samtryggingin okkur nauðsynleg. Það gat verið hættulegt að takast á við þau valdameiri og hætta á að enda í ónáð nágrannans því einangrun og útskúfun þýddi dauða. Þessi erfiða lífsbarátta gerði það beinlínis ómögulegt fyrir einstaklinga að lifa sjálfstæðu lífi og með reisn. Sú barátta og málamiðlarnir sem þurfti að gera okkar á milli til þess að sem flest gætu lifað af sést vel af sögu lands og þjóðar. Samtryggingin var okkur nauðsynleg því hinn valkosturinn myndi mögulega verða okkur að bana. Þessi samtrygging, sem getur verið falleg og byggð á samheldni, hefur því miður snúist upp í andhverfu sína í meðförum hinna valdameiri og er umvafin ótta, meðvirkni og kúgun og orðið góður jarðvegur fyrir spillingu sem heldur bara áfram að vaxa og dafna. Þrátt fyrir mörg framfaraskref þá hefur samtryggingin fylgt okkur til nútímans og með henni spillingin. Vissulega birtist spillingin okkur með mismunandi hætti en í grunninn er hún eins og hún var; sérhagmunagæsla þeirra sem telja sig í krafti ættartengsla, samfélagsstöðu eða kvótaeignar eiga meira skilið en einungis að vera undanskilin eftirliti, í landi með lögum búin til með undanþágum. Ég vil að eitt komi skýrt fram: spilling er margt og mikið meira en sá lagalegi texti sem löggjöf landsins kveður á um. Hún viðheldur sér í menningunni okkar og nýtur góðs af afnæmingu okkar gagnvart henni. Í henni felst gaslýsing, einelti, einangrun og útskúfun. Spillingin býr að mörgu leyti við sömu kjör og lífsviðurværi og áður fyrr. Við sjáum síendurtekið hvernig elíta landsins nýtir sér samtryggingu og tuddaskap til þess að takmarka aðgengi almennings að auðlindum þjóðarinnar. Við sjáum fyrir opnum tjöldum að greiðar eru gefnir og meðteknir, keyptir og seldir, og stjórnsýslan er byggð upp þannig að í stað þess að gagnast þeim valdaminni verður hún tól hinna valdameiri til að skapa tækifæri og gróða fyrir bestu vini elítunnar með peningum skattgreiðanda. Skattgreiðendur sem við vitum vel hver eru; þessi sem ekki voru nefnd í Panamaskjölunum. Eins og með jarðskjálftahrinuna þá spyrjum við ekki lengur hver er í sérhagsmunagæslu fyrir hvern heldur veltum við mögulega bara fyrir okkur hvort verið sé að nýta sér stjórnsýsluna í þetta skiptið til að endurgreiða gamlan greiða eða fjármagna greiða til að eiga inni ef þörf er á síðar. Þetta er bagalegt ástand fyrir þjóð sem gæti svo auðveldlega verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, en tekst samt alltaf að klúðra öllu áður en endamarkinu er náð, með ógagnsærri sérhagmunagæslu. Svo hvort eigum við að velja? Að komast inn í hitann og fá að taka þátt í greiðaviðskiptunum eða hafa hátt, standa keik og stolt og taka áhættuna að þurfa mögulega að takast á við spillinguna innan kerfanna okkar alein? Það þarf gríðalegt hugrekki til að standa með sjálfu sér og njóta ekki verndar hinna veldameiru í greiðakerfi elítunnar, en ég veit og hef séð á mínum starfsferli að engin manneskja stendur alein lengi því við sem berjumst gegn spillingu með meðal annars gangsæi og kröfu um valddreifingu stöndum aldrei alein lengi. Innan skamms koma raddir og hendur sem berjast við hlið okkar fyrir réttlæti fyrir fleiri en þeirra sem stjórna greiðakerfinu, kvótakerfinu og öllum hinum kerfunum sem á ógagnsæjan hátt er stjórnað af fólki sem efast ekki um rétt sinn til að stjórna. Aðhald er bráðnauðsynlegt til þess að tryggja áframhaldandi velsæld. Þetta á líka við um réttindabaráttu, stjórnsýslu og um afnæmingu þjóðarinnar gagnvart spillingu. Það er ekki nóg að tjá sig með gremju um ömurlegt ástand heldur þurfum við að taka saman höndum og vinna að þessu aðhaldi, þessum lýðræðislegu uppfærslum og upprætingu á spillingu á Íslandi, en á meðan hin valdameiri geta útskúfað og einangrað okkur, meinað okkur aðgengi að valdi og ákvarðanatöku og arðrænt þjóðina, þá er erfitt að ákveða hvar man byrjar. En trúðu mér kæri lesandi. Þú munt aldrei standa aleitt í baráttu lengi. Raddir og hendur munu koma þér til liðsauka innan skamms. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar