Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2021 19:00 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, kallar eftir því að Alþingi grípi inn í. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana. Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana.
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?