Blóðugur dagur í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 21:36 Mótmælendur bera særðan liðsfélaga sinn í skjól. EPA-EFE/STRINGER Minnst 21 mótmælandi var drepinn í átökum við öryggissveitir í borginni Yangon í dag eftir að leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar boðaði byltingu. Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing. Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing.
Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55
Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58
Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34