„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2021 10:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira