„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2021 10:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent