Fundu fyrsta smyglkafbátinn framleiddan í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 13:47 Smyglkafbáturinn er að mestur úr trefjagleri og krossvið. AP/Lögreglan á Spáni Lögregluþjónar á Spáni lögðu nýverið hald á smyglkafbát sem verið var að smíða í vöruskemmu í borginni Málaga. Kafbátinn átti að nota til að smygla fíkniefnum og er þetta í fyrsta sinn sem vitað er að kafbátur sem þessi sé smíðaður í Evrópu. Aðrir sambærilegir smyglkafbátar hafa allir verið framleiddir í Suður-Ameríku. Þeir marra yfirleitt í hálfu kafi, ekki ólíkt ísjökum, og eru notaðir til að flytja mikið magn fíkniefna frá Suður-Ameríku til Norður-Ameríku og Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Europol segir að lögreglan hafi við rannsókn málsins uppræt glæpasamtök skipuðum mönnum frá Spáni, Kólumbíu og Dóminíska lýðveldinu. Leiðtogi samtakanna var handtekinn á Spáni í nóvember í fyrra og toguðu lögregluþjónar í alla þræði honum tengdum. Það endaði með umfangsmikilli aðgerð sem opinberuð var um helgina. Húsleit var gerð á 47 stöðum á Spáni og 52 voru handteknir. Þá var hald lagt á rúmlega þrjú tonn af kókaíni, sjö hundruð kíló af hassi, hundrað þúsund evrur, kafbátinn og hraðbát. Þar að auki lagði lögreglan hald á um sex þúsund lítra af fíkniefnabasa Lögreglan á Spáni stóð í samstarfi við Europol og lögreglu í Kólumbíu, Hollandi, Portúgal, Bretlandi og landamæraeftirlit Bandaríkjanna við rannsókn málsins. Smyglkafbáturinn sem fannst var um tíu metra langur og gat borið allt að tvö tonn af fíkniefnum. Hann var smíðaður úr trefjagleri og krossvið og var með tveimur tvö hundruð hestafla vélum. Samkvæmt Guardian telur lögreglan að glæpamennirnir hafi ætlað að sigla kafbátnum út á haf til að taka við fíkniefnum frá öðru skipi. Spánn Kólumbía Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Aðrir sambærilegir smyglkafbátar hafa allir verið framleiddir í Suður-Ameríku. Þeir marra yfirleitt í hálfu kafi, ekki ólíkt ísjökum, og eru notaðir til að flytja mikið magn fíkniefna frá Suður-Ameríku til Norður-Ameríku og Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Europol segir að lögreglan hafi við rannsókn málsins uppræt glæpasamtök skipuðum mönnum frá Spáni, Kólumbíu og Dóminíska lýðveldinu. Leiðtogi samtakanna var handtekinn á Spáni í nóvember í fyrra og toguðu lögregluþjónar í alla þræði honum tengdum. Það endaði með umfangsmikilli aðgerð sem opinberuð var um helgina. Húsleit var gerð á 47 stöðum á Spáni og 52 voru handteknir. Þá var hald lagt á rúmlega þrjú tonn af kókaíni, sjö hundruð kíló af hassi, hundrað þúsund evrur, kafbátinn og hraðbát. Þar að auki lagði lögreglan hald á um sex þúsund lítra af fíkniefnabasa Lögreglan á Spáni stóð í samstarfi við Europol og lögreglu í Kólumbíu, Hollandi, Portúgal, Bretlandi og landamæraeftirlit Bandaríkjanna við rannsókn málsins. Smyglkafbáturinn sem fannst var um tíu metra langur og gat borið allt að tvö tonn af fíkniefnum. Hann var smíðaður úr trefjagleri og krossvið og var með tveimur tvö hundruð hestafla vélum. Samkvæmt Guardian telur lögreglan að glæpamennirnir hafi ætlað að sigla kafbátnum út á haf til að taka við fíkniefnum frá öðru skipi.
Spánn Kólumbía Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira