Byggjum nýtt geðsjúkrahús Karl Reynir Einarsson skrifar 17. mars 2021 07:30 Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun