Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni eftir tilkynningu stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 19:05 Aðalfundur Icelandair Group er haldinn rafrænt á morgun. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair héldu áfram að hækka í Kauphöllinni í dag og höfðu hækkað um sex prósent við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 277 milljónum króna. Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25