Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 17:00 Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðunu unnu sinn þriðja sigur í röð í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira