Skólastjórnendur í Fossvogsskóla tilkynntu með tölvupósti seint í gærkvöld að skólanum yrði lokað þegar í stað, í kjölfar þrýstings frá foreldrum þar sem kallað var eftir aðgerðum. Bundnar eru vonir við að hægt verði að hefja eðlilegt skólahald, á nýjum stað, á mánudag.
„Það eru fleiri en einn möguleiki sem koma til greina og við munum fara yfir það með starfsfólki og nemendum á morgun,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
Mögulega verður Fossvogsskóli sameinaður öðrum skóla.
„Fyrsti kostur í þessu er að nýta skólahúsnæði á vegum borgarinnar. Það er besti kosturinn því þar erum við með uppsett afl innandyra og utanhúss,“ segir Skúli.
Myglan greindist fyrst árið 2019 og hafa á annan tug barna fundið fyrir einkennum hennar.Barnaspítali Hringsins hefur samþykkt að koma í lið við okkur, þar verður sett saman teymi lækna sem verður foreldrum innan handar og okkur við að greina stöðuna.“
Reynt verði að finna varanlega lausn hið fyrsta.
„Við þurfum að leita af okkur allan grun. Og tryggja það að við séum að bjóða okkar börnum og okkar starfsfólki fullnægjandi húsnæði.“
Kallað hefur verið eftir því að húsið verði rifið í heild eða að hluta.
„Það er ekkert sem við erum með í höndunum gefur tilefni til að rífa húsið.“