Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:10 Júlíus Andri Þórðarson Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl. Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira