Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:10 Júlíus Andri Þórðarson Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl. Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent