Landsliðsþjálfarinn segir að leikmenn eigi að fá bóluefni sem fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 10:01 Gareth Southgate þakkar danska landsliðsmanninum Christian Eriksen fyrir leikinn eftir leik Englendinga og Dana fyrir áramót. EPA-EFE/Toby Melville Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er harður á því að knattspyrnumenn eigi nú að ganga fyrir í röðinni þar sem beðið er eftir því að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate. HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate.
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira